ÍR Karfa

SAGA FÉLAGSINS

Íþróttafélag Reykjavíkur heldur úti öflugu körfuknattleiksstarfi.
Körfuknattleiksdeildin hefur aðsetur í íþróttahúsi Seljaskóla í Seljahverfi í Breiðholti. Húsið er einnig þekkt undir nafninu Hertz Hellirinn, eftir bílaleigunni Hertz sem er einn öflugasti styrktaraðili ÍR. 

Félagið heldur úti yngri flokka starfi og meistaraflokkum beggja kynja. Karlalið félagsins leikur tímabilið 2019-2020 í Domino´s deild karla en kvennaliðið leikur í 1. deild Íslandsmótsins.

ÍR var eitt af stofnfélögum úrvalsdeildar karla í körfu og er eitt sigursælasta lið körfuknattleikssögunnar á Íslandi og hefur alls unnið 15 Íslandsmeistaratitla. Aðeins KR og Njarðvík (þrír titlar undir öðru nafni) hafa unnið fleiri titla en Breiðhyltingar. Það hefur þó verið nokkur bið eftir Íslandsmeistaratitli hjá meistaraflokki karla en sá titill hefur ekki unnist síðan árið 1977. ÍR varð síðast bikarmeistari karla árið 2007.

ÍR hefur einnig verið sigursælt í kvennaflokki. Alls hafa ellefu Íslandsmeistarar unnist, sá síðasti árið 1975. Eftir að liðið féll úr Úrvalsdeildinni árið 2004 var meistaraflokkur kvenna lagður niður. En árið 2017 var liðið vakið úr dvala og fyrrum leikmaður karlaliðsins, Ólafur Jóhann Sigurðsson ráðinn þjálfari liðsins. 

TITLAR Í MEISTARAFLOKKI

titlar
í meistaraflokki

ÍR Karfa

MEISTARAFLOKKUR KARLA

ÍSLANDSMEISTARATITLAR (15)

1954, 1955, 1957, 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1969, 1970, 1971, 1972, 1975, 1977

BIKARMEISTARATITLAR (2)

2001, 2007

1. DEILD KARLA (2)

1987, 2000

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

ÍSLANDSMEISTARATITLAR (11)

1956, 1957, 1958, 1966, 1967, 1970, 1972, 1973, 1974, 1975

BIKARMEISTARATILTAR (1)

1979

1. DEILD KVENNA (1)

2003

Meistaraflokkur ÍR - kvenna