Aðgerðaráætlun KKD. ÍR.

Aðgerðaráætlun KKD. ÍR.

Í ljósi Covid 19 og þess eðlis að veiran virðist ætla að lifa með okkur í einhvern tíma setti Körfuknattleiksdeild ÍR saman aðgerðaráætlun fyrir heimaleiki komandi leiktíðar. Aðgerðaráætlunin miðar að Domino´s deild karla og 1. deild kvenna en áhorfendur eru hvattir til að fylgja henni á öllum kappleikjum í Seljaskóla í vetur.

 

Sóttvarnarhólf í Seljaskóla (Aðgerðaráætlun KKD. ÍR 2020).

Markmið áætluninnar er að fullnægja kröfum Almannavarna og ÍSÍ hvað varðar sóttvörnum á íþróttaleikjum og þar af leiðandi skapa umhverfi þar sem unnendur körfuboltans geta notið íþróttarinnar án teljandi hættu.

Sóttvarnarhólfin eru fjögur og ber helst að nefna Svæði 1 sem er áhorfenda og fjölmiðlasvæði. Svæði 1 afmarkast við anddyri og áhorfendapalla.

Mikilvægt er að þeir áhorfendur, fjölmiðlar, starfsfólk og aðrir sem nota inngang A blandist ekki við þá sem eru á sóttvarnarsvæðum 2 til 4. Þegar þú hefur gengið inn um einn inngang er þér ekki heimilt að færa þig á milli sóttvarnasvæða.

Gott að hafa í huga

  • Huga að handþvotti og nota spritt
  • Forðast sameiginlega snertifleti eftir bestu getu
  • Halda 1m reglunni þar sem mögulegt er
  • Nota andlitsgrímur
  • Yfirgefa húsið eins fljótt og auðið er eftir leik.

Aðgerðaráætlun KKD. ÍR