Styðjum ÍR heima í sófa

Styðjum ÍR heima í sófa

Stöð2Sport og KKÍ hafa sett af stað „Vinnum saman“ áskriftar fjáröflun fyrir aðildarfélög.

Með því að tryggja þér áskrift að Stöð 2 Sport Ísland fyrir aðeins 3990 kr. á mánuði styrkir þú ÍR Karfa um 1078 kr. á mánuði. Áskriftin er með binditíma til 1. júní 2021. Ef þú ert nú þegar með áskrift eða áskriftarpakka þar sem Stöð 2 Sport Ísland er innifalin hvetjum við þig til að skrá þig sem stuðningsaðila ÍR Körfuboltans.

 

Umfjöllun íslenskra íþrótta í stórsókn.

Ekki nóg með það að með átakinu styrkir þú þitt lið heldur er grunnurinn lagður af meiri og betri umfjöllun íslenskra íþrótta. Áskrifendur fá aðgang að allri umfjöllum, beinum útsendingum og umræðuþáttum tengdum íslenskum íþróttum.

Covid-19 og ÍR körfubolti.

Það virðist sem svo að Covid-19 sé komin til að vera í einhvern tíma. Með vinnum saman átakinu gefst körfuboltaunnendum tækifæri til að halda tveggja metra reglunni og horfa á urmul af gæða körfubolta heima í stofu. Við viljum að sjálfsögðu fá sem flesta í Hertz Hellirinn en að sama skapi hvetja okkar dygga stuðningsmannalið til að huga að sóttvörnum og hjálpa okkur að tækla veiruna sem best.

Paddan er komin til að vera, við erum ekki af baki dottin og með því að bjóða ÍR-ingum upp á fyrsta flokks aðgengi að íslenskum körfubolta heima í stofu, brúum við í það minnsta bilið þangað til við skálum í besta kaffibolla landsins í Seljaskóla

Segir Guðni Fannar Carrico, formaður körfuknatteiksdeidlar ÍR.